Íbúar

Grunnskólinn

GESTKVÆMT Í SKÓLANUM Gestkvæmt var í skólanum í gær. Kennarar frá Eistlandi komu í heimsókn og slökkviliðsmenn komu einnig.

GESTKVÆMT Í SKÓLANUM

Gestkvæmt var í skólanum í gær. Kennarar frá Eistlandi komu í heimsókn og slökkviliðsmenn komu einnig. Vinafólk Kadri tónlistarkennara voru í heimsókn en þau eru kennarar í Eistlandi. Fræddust þeir um skólann og íslenskt skólakerfi.
Þá komu eftir hádegi slökkviliðsmenn frá Þórshöfn. Þeir fræddu nemendur um brunavarnir og fleira. Síðan var sýnikennsla utandyra um hvernig á að slökkva eld. Áður en þeir fóru fengu nemendur að skoða tæki slökkviliðsins.


Mynd augnabliksins

Auglýsingar

Ferðaþjónusta bænda Svalbarðsskóla í Þistilfirði

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf