Flýtilyklar
Draugar og svín
Nemendur fóru í heimsókn til Sigtryggs á Svalbarði og hann sagði þeim söguna af Svalbarðsmóra. Einnig sýndi hann þeim hvar Svalbarðsmóri liggur. Daginn eftir kom séra Brynhildur með góða gesti í skólann. Voru það tveir grísir sem vöktu mikla athygli og ánægju enda í fyrsta skipti sem nokkrir nemendur sjá slík dýr.