Íbúar

Svalbarðshreppur

Handprjónaðir sokkar unnir af Maríu Ólöfu Sigfúsdóttur móðursystur Kristjáns  Ragnarssonar sem var fæddur og uppalinn á Ytra-Álandi, en var búsettur

Skírnarsokkar Ytra-Álandssystkinanna





Handprjónaðir sokkar unnir af Maríu Ólöfu Sigfúsdóttur móðursystur Kristjáns  Ragnarssonar sem var fæddur og uppalinn á Ytra-Álandi, en var búsettur á Þórshöfn mestan hluta æfinnar.


Kristján var fæddur 1930. María gaf honum sokkana áður en hann var skírður. Öll Álandssystkinin ellefu, börn þeirra Ásrúnar Sigfúsdóttur og Ragnars Eiríkssonar voru skírð í þessum sokkum.

María vann þetta sjálf frá grunni. Þvoði ullina heima, þurrkaði og  tók togið ofan af. Þessir sokkar eru prjónaðir úr þeli. Ullin var kemd og spunnin á rokk. Sokkana prjónaði hún svo á hárfína prjóna.

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf