Íbúar

Svalbarðshreppur

 Ekki hefur þurft að kvarta yfir snjóþyngslum eða slæmu tíðarfari hér um slóðir. Til marks um færð og veður nú í byrjun janúar þá skruppu menn úr

Skemmtiferð í Skagafjörð

 Ekki hefur þurft að kvarta yfir snjóþyngslum eða slæmu tíðarfari hér um slóðir.
Til marks um færð og veður nú í byrjun janúar þá skruppu menn úr Þistilfirði  vestur í Skagafjörð, á þrettándahátíð Karlakórsins Heimis sem haldinn var í Miðgarði í Skagafirði.

Þessir tónleikar voru sannkölluð menningarveisla, en kórfélagar voru  jafnframt að minnast 85 ára afmælis Karlakórsins.
Gestasöngvarar voru þau Guðrún Gunnarsdóttir og Óskar Pétursson. Ræðumaður kvöldsins var Einar K. Guðfinnsson.
Það var fullt hús í Miðgarði á þrettándagleðinni ,og að loknum tónleikunum var dansað fram eftir nóttu
Grétar Örvarsson og Vilhjálmur Guðjónsson léku fyrir dansi.
Nánar   http://www.heimir.is/

 
Í leiðinni voru heimsóttir ættingjar og vinir í Skagafirði, nutum við gestrisni þeirra og skemmtilegra samverustunda.


M.a. áttum við heimboð hjá Jórunni Árnadóttur frá Höskuldarnesi á Melrakkasléttu en hún býr nú á Sauðárkróki.





 Jórunn sýndi okkur t.d. gestabók sem faðir hennar Árni Árnason frá Höskuldarnesi skar út árið 1992, mikið listaverk. Árni var listhneigður og eftir hann liggja mörg útskurðarverk og málaðar myndir






Falleg kommóða, kistill, gestabók og askur, allt listmunir unnir af bóndanum og listamanninum Árna frá Höskuldarnesi.

Að lokum þetta, kærar þakkir til ættingja og vina í Skagafirði fyrir ógleymanlegar móttökur!

Bjarnveig og Skúli. Minningabrot frá skemmtiferð með okkar góðu grönnum Jóhannesi og Fjólu.


Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf