Við erum að sjá myndir og ýmsa atburði frá sveitinni minni í tölvunni.
Framkvæmdir sumarið 1950 þegar Búnaðarfélagið keypti jarðýtu af Caterpillar gerð.
Ég fór á námskeið á Akureyri til að læra að fara með svona verkfæri.
Þetta var mjög gaman, að fara á flesta bæi í sveitinni og sjá hvað bændur voru undrandi yfir afköstum þessum. Þegar ég kom með vélina á bæ einn vestan Svalbarðsár þá tók bóndinn mér fagnandi. Aðaláhugamál hans var að sýna mér heimasætuna, en það gekk ekki sem skyldi. Þá tók hann það til ráðs að sína mér hrútana, þvílíka kjörgripi. Þessu tók ég mátulega, en sagðist þurfa að hefja framkvæmdir með ýtunni , sem enduðu bara vel.
Bragi Eggertsson frá Laxárdal