Íbúar

Svalbarðshreppur

                                                       Jóhannes í Flögu, póstur og fiðluleikari.       Á árunum 1916 – 1978 bjuggu í Flögu þau

Jói í Flögu, minningabrot frá Óttari Einarssyni

 

                                                     Jóhannes í Flögu, póstur og fiðluleikari.

 

 

 

Á árunum 1916 – 1978 bjuggu í Flögu þau hjónin Jóhannes Guðmundsson og Sigríður Gestsdóttir. Þau voru foreldrar Ríkharðs, Hjalta og Rósu sem öll eru búsett á Þórshöfn. Jóhannes var “ljóngreindur og stálminnugur” en með þeim orðum lýsti hann sveitunga okkar, Óla á Gunnasrsstöðum, svo skemmtilega. Hann hafði m.a. forystu í því að rækta upp laxveiðiárnar á Þistilfirði með uppeldi seiða úr stofni viðkomandi ár og lagði á ráðin hvernig haga skyldi sleppingu þeirra. Sjálfur sleppti hann gjarnan í svokallaðan Hornhyl skammt sunnan við Sandárbrú og árum saman var sá hylur gjöfulasti veiðistaðurinn og er kannski enn? Laxveiðiréttindin í Sandá voru leigð og voru leigutakar yfirleitt sterkefnaðir og flestir úr stórkaupmannastétt í Reykjavík. Þeir áttu það flestir sameiginlegt að fylgja Sjálfstæðisflokknum að málum en Jóhannes var Framsóknarmaður. Sló stundum í brýnu milli veiðimanna og bónda um landsmálin. Jóhannes las öll blöð, hlustaði á útvarp og fylgdist vel með gangi landsmála en veiðimennirnir voru margir hverjir ekkert að hengja sig í smáatriði í þeim sökum og mætti segja að viðhorf þeirra flestra  byggðist fremur á trú en skoðun. Einhverju sinni hafði komið til deilu þar sem Jóhannes dró fram í dagljósið ýmis óhæfuverk sem hann kenndi Sjálftæðismönnum. Áttu veiðimenn í vök að verjast en loks segir einn þeirra í nauðvörn: “Þið eruð nú svo sem engir englar þarna í Framsóknarflokknum!” Þá sagði Jóhannes að bragði: “Þú vildir kannski vera svo vænn að nefna mér þó ekki væri nema einn engil í Sjálfstæðisflokknum!” Það varð fátt um svör!

 

Óttar Einarsson

 

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf