Íbúar

Svalbarðshreppur

Réttarbygging 2021 föstudaginn 27. ágúst Til einföldunar á smölun og handsömun fjár í Seljaheiði hefur hreppsnefnd Svalbarðshrepps ákveðið í samráði

Réttarbygging 2021 föstudaginn 27. ágúst

Til einföldunar á smölun og handsömun fjár í Seljaheiði hefur hreppsnefnd Svalbarðshrepps ákveðið í samráði við fjallskilanefnd Öxfirðinga að koma upp fjárrétt í Hófaskarði.

 

 

Eðlilega fylgir slíkri framkvæmd nokkur kostnaður. Fyrirhuguð rétt er sunnan vegar í landi Krossavíkur og hafa landeigendur þar gefið góðfúslegt leyfi fyrir réttinni. Stærð réttarinnar verðu u.þ.b. 9 x 13 metrar með þremur hólfum, rennu og fjárrramp. Umsjón með byggingu réttarinnar verður í höndum Árna Gunnarssonar Sveinungsvík og Sigurðar Þórs Guðmundssonar Holti.

 

 

Hreppsnefnd hefur ákveðið að ríflega 570.000 kr skuli lagðar á fjáreigendur eða 96 kr/kind til að kosta byggingu réttarinnar. En þó jafnframt með boði um að vinna að byggingu réttarinnar fyrir kaup kr 3000. Kr/klst. Annar kostnaður greiðist úr sveitasjóð.

 

 

Er hér með boðað til réttarbyggingardags föstudaginn 27. ágúst að öllu óbreyttu. Þeir sem vilja leggja til verks hafi samband við Árna eða Sigurð. En væntanlega mun verkið hefjast kl 9 og ætlunin er að ljúka því þennan dag. Og verða verk við allra hæfi í boði. Margar hendur vinna létt verk. Hádegis hressing verður lögð til en menn nesta sig með kaffi. Sjálfsagt rétt að mæta með eitthvað af eftirtöldu, hamar, skrúfvél tx 20 eða 25, naglbít, sög, skóflu, járnkarll eða pensil. 

Holti 23. ágúst 2021

 

 

F.h Hreppsnefndar

 

 

Sigurður Þór Guðmundsson

 

 

Oddviti

 

 



Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf