Íbúar

Svalbarðshreppur

Íbúasamtal Svalbarðshrepps, mánudaginn 15. febrúar kl 17-20, Svalbarðsskóla Á fundi hreppsnefndar Svalbarðshrepps 16. desember síðastliðinn var

Íbúasamtal Svalbarðshrepps, mánudaginn 15. febrúar kl 17-20, Svalbarðsskóla

Á fundi hreppsnefndar Svalbarðshrepps 16. desember síðastliðinn var m.a. eftirfarandi bókað;

 

„Lagt er til að Svalbarðshreppur hefji samstarf með Langanesbyggð til að fá úr því skorið hvort íbúar sveitarfélaganna telji að þau eigi að sameinast. Með samþykki tillögunnar ætlar Svalbarðshreppur að gera eftirfarandi:

-         Boða til íbúafundar þar sem íbúum verði gefin kostur á að ræða málefnið áður en óafturkræf vinna hefst sem myndi ljúka með bindandi kosningu.

-         Óska eftir formlegri aðkomu Langanesbyggðar að þessari vinnu og sameiginlegri fjármögnun hennar frá Jöfnunarsjóði í samræmi við reglur þar að lútandi. Endanleg útfærsla verði þó alltaf háð samþykki hreppsnefndar.

-         Undirbúa stofnun sjálfseignarstofnunar utan um þær eignir sem ekki eiga að tilheyra sveitarfélaginu heldur íbúasamfélagi við Þistilfjörð.“

Tillagan samþykkt og oddvita falið að vinna að málinu.

Nú er stefnt að því að ákvörðun um hvort fara skuli í sameiningarviðræður liggi fyrir þann 20. febrúar. En samkvæmt sveitastjórnarlögum hefst þá ferli sem lýkur aðeins með kosningu um hvort íbúar sveitafélaganna telji að þau eigi að sameinast.

En vegna  20 manna samkomutakmarkanna þá verður ekki hægt að halda hefðbundinn íbúafund fyrir þann tíma þar sem íbúum gæfist kostur á að ræða þessi mál.

Þess í stað mun hreppsnefnd hafa viðveru í Svalbarðsskóla á milli kl 17 og 20 mánudaginn 15. febrúar Þar sem íbúum gefst kostur á að koma til fundar við hana. Gæta þarf að því að fleiri en 20 verði ekki á staðnum á sama tíma.

Hreppsnefnd mun halda fundargerð um þetta samtal og er íbúum jafnfram boðið upp á að senda ábendingar eða fyrirspurnir um málefnið í tölvupósti á netfangið svalbardshreppur@svalbardshreppur.is , skulu þær ábendingar berast fyrir kl 19 fundardaginn, til að þær verði hluti af fundargerð íbúasamráðsins.

 

Hreppsnefnd Svalbarðshrepps.



Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf