Íbúar

Svalbarðshreppur

Íbúasamtal haldið í Svalbarðsskóla 15.02.2021 Mættir hreppsnefndarmenn: Sigríður Jóhannesdóttir, Ina Leverköhne, Ragnar Skúlason, Sigurður Þór

Íbúasamtal haldið í Svalbarðsskóla 15.02.2021

Mættir hreppsnefndarmenn: Sigríður Jóhannesdóttir, Ina Leverköhne, Ragnar Skúlason, Sigurður Þór Guðmundsson, Einar Guðmundur Þorláksson og Soffía Björgvinsdóttir.

Oddviti setti fundinn kl 17.

Aðrir fundarmenn

 Eiríkur Kristjánsson, Bjarnveig Skaftfeld, Skúli Ragnarsson, Árni Gunnarsson, Stefán Eggertsson Hjördís Matthilde Henrikssen, Eggert Stefánsson og Fjóla Runólfsdóttir.

 Umræður

 Eiríkur Kristjánsson sagði sína skoðun á sameiningu og taldi ekki rétt að sameina Svalbarðshrepp við Langanesbyggð. Það færi alltaf þannig að stærra sveitarfélagið kúgaði það minna í sameiningunni. Eiríkur vill stærri sameiningu.

 Stefán Eggertsson kvaddi sér hljóðs og talaði fyrir sameiningu

Skriflegt erindi frá Stefáni Eggertssyni, Laxárdal.

Innlegg í umræðuna; sameining við Langanesbyggð.

a)      Þessi tvö sveitafélög eru nú þegar með samrekstur í flestum málaflokkum. Þess vegna er tímabært að sameinast.

b)      Hlunnindajarðirnar þrjár sem Svalbarðshreppur er búinn að eiga í 30 ár og meira eru búnar að borga sig svo vel að Þistlar hafa efni á að leggja þær á borð með sér og komast hjá illindum og ómældum leiðindum.

Nokkrar umræður urðu um meðferð jarða í eigu sveitarfélagsins og allir enduðu á þeirri skoðun að búa þyrfti þannig um hnúta að jarðirnar yrðu áfram í eigu byggðalagsins, í hvað svo sem arðurinn yrði notaður.

Soffía talaði fyrir stærri sameiningu, vill helst sameiningu allra sveitarfélaga á Norðausturlandi alveg inná Akureyri.

 

Fundi slitið kl 20. 


Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf