Almennt - miðvikudagur 29.september 2021
Miðvikudaginn 6. október verða haldnir íbúafundir í báðum sveitarfélögum,
um mögulega sameiningu sveitarfélaganna, sem hér segir:
Í Svalbarðsskóla í Svalbarðshreppi kl. 17 – 19
Í Þórsveri í Langanesbyggð kl. 20 – 22
Róbert Ragnarsson ráðgjafi sveitarstjórnanna mun mæta á fundina og svara
fyrirspurnum varðandi fundarefni.
Fundarefni:
1. Fjárhagsleg úttekt á stöðu sveitarfélaganna og á sameiginlegu sveitarfélagi.
2. Tillaga og umræða um meðferð landeigna sveitarfélaganna.
3. Hugsanlegt sameiningarferli.
Hlekkur á streymi frá fundunum verður birtur á vefsíðum sveitarfélaganna. Samráð við íbúa fer
m.a. fram í gegnum samráðssíðuna menti.com, en einnig verður boðið upp á
spurningar og ábendingar í fundarsal.
Sveitastjórnir Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps.