Mættir: Sigríður Jóhannesdóttir, Ragnar Skúlason, Sigurður Þór Guðmundsson, Ina Leverköhne og Soffía Björgvinsdóttir.
1. Útsvar ársins 2022
Útsvar á árinu 2022 verður 14,52%
2. Fasteignagjöld ársins 2022
A gjald 0,5%
B gjald 1,32%
C gjald 0,5%
3. Sorphirðugjald ársins 2022
Sorphirðugjald á árinu 2022 verður
- Frístundahús, veiðihús og íbúðarhús án rekstrar 30.000 kr.
- Íbúðarhús með rekstri 50.000 kr.
4. Fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun
Fjárhagsáætlun ársins 2022 gerir ráð fyrir rekstrartapi á A hluta uppá 22,5 milljónir kr og rekstrartapi á B hluta uppá 2,6 milljónir kr.
Gert er ráð fyrir fjárfestingum í íþróttahúsi að upphæð 25 milljónir árið 2022, 20 milljónir 2023 og einnig 2024. Gert er ráð fyrir að taka langtímalán til að fjármagna þessar framkvæmdir og til að mæta rekstrarhalla.
Áætlunin yfirfarin og vísað til næstu umræðu.
5. Önnur mál
Sameiningar viðræður Svalbarðshrepps og Langanesbyggðar
Bæði sveitarfélögin hafa samþykkt að fara í formlegar umræður og oddvitar sveitarfélaganna eru að vinna að undirbúningi þeirrar vinnu.