Íbúar

Svalbarðshreppur

Hreppsnefndarfundur haldinn í Svalbarðsskóla 8.11.2021 Mættir: Sigríður Jóhannesdóttir, Ragnar Skúlason, Sigurður Þór Guðmundsson, Einar Guðmundur

Hreppsnefndarfundur haldinn í Svalbarðsskóla 8.11.2021

Mættir: Sigríður Jóhannesdóttir, Ragnar Skúlason, Sigurður Þór Guðmundsson, Einar Guðmundur Þorláksson og Soffía Björgvinsdóttir

1.      Fjárhagsáætlun héraðsnefndar fyrir 2022

Hlutur Svalbarðshrepps er áætlaður 159.577kr

Fjárhagsáætlunin lögð fram og samþykkt án athugasemda

 

2.      Fjárfestingarfélag Þingeyinga, áður Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga

Fyrir liggur boð frá Fjárfestingafélagi Þingeyinga hf um að leggja til hlutafé með eignarhlutum félaga í eigu Svalbarðshrepps.

Hreppsnefnd ákvað að hafna þessu boði.

 

3.      Sameiningarviðræður við Langanesbyggð

Hreppsnefnd samþykkir að taka upp formlegar viðræður við Langanesbyggð um sameiningu sveitarfélaganna.

Í viðræðunefndinni sitja:

-         Sigurður Þór Guðmundsson

-         Einar Guðmundur Þorláksson

-         Ragnar Skúlason

Ef til þess kemur að viðræðunefndin verði stækkuð bætast eftirtaldir við í eftirfarandi röð:

-         Sigríður Jóhannesdóttir

-         Ina Leverköhne

 

4.      Uppgjör fjallskilasjóðs

Sigurður kynnti uppgjör sjóðsins og er allt nálægt áætlun og engar athugasemdir gerðar.

 

5.      Sorphirðugjald

Árlegur sorphirðukostnaður er u.þ.b. 2,8 milljónir. Árið 2022 þarf að leggja á sorphirðugjald og oddvita falið að leggja fram tillögu að sorphirðugjaldi á næsta fundi. Oddviti lagði fram samning milli Svalbarðshrepps og Sillukots ehf um umsjón sorpflokkunnarsvæðis.

 

 

 

 

6.      Önnur mál

Erindi frá Heilbrigðiseftirliti norðurlands eystra þar sem óskað er breytingar á samþykkt nr 463/2002 þar sem geymslutími samkvæmt 6 gr verði styttur úr 45 dögum í 30 daga. Samþykkt.



Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf