Fundargerðir - miðvikudagur 18.júlí 2018
Mættir: Ragnar Skúlason, Ina Leverköhne, Sigríður Jóhannesdóttir og Sigurður Þór Guðmundsson.
1. Ársreikningur Svalbarðshrepps 2017, seinni umræða.
Rúnar Bjarnason endurskoðandi frá PWC kom á fundinn og fór yfir ársreikninginn með hreppsnefndarfólki og svaraði ýmsum spurningum varðandi uppgjörið. Ársreikningurinn er óbreyttur frá fyrri umræðu og samþykktur án athugasemda.
2. Nefndir hreppsins: Hildur Stefánsdóttir óskaði eftir að starfa ekki í fræðslunefnd og Daníel Hansen tekur sæti í nefndinni fyrir Svalbarðshrepp.
3. Fulltrúi Svalbarðshrepps í fulltrúaráði Héraðsnefndar verður Ina Leverköhne í stað Sigríðar Jóhannesdóttur.