Mættir: Sigríður Jóhannesdóttir, Einar Guðmundur Þorláksson, Ina Leverköhne, Soffía Björgvinsdóttir og Sigurður Þór Guðmundsson.
Oddviti Svalbarðshrepps setti fundinn kl 20:00
1. Ársreikningur Svalbarðshrepps 2019 - fyrri umræða
Rekstrartekjur 121,5 milljónir
Rekstrargjöld 112,5 milljónir
Rekstrarhagnaður 9,8 milljónir
Handbært fé frá rekstri 60,4 milljónir
Oddviti fór yfir nokkra tölur í ársreikningi og skýrði þær. Þá fór hann einnig yfir stöðuna á rekstrinum og verkefnum til dagsins í dag.
Ársreikningur fjarskiptareikningsins er hluti af samstæðureikningi Svalbarðshrepps og niðurstaða hans kemur því fram þar.
Ársreikningi er vísað til seinni umræðu.
2. Gangnaseðill
Oddviti lagði fram gangnaseðil Svalbarðshrepps. Gangnaseðillinn samþykktur og fer í póst á morgun.
3. Kosning oddvita. Ákveðið að fresta þessum lið.
Næsti hreppsnefndarfundur verður haldinn þriðjudaginn 8. september kl 20:00.
Þá verður tekin fyrir 2 umræða Ársreiknings 2019.
Fundi slitið kl 21:00