Íbúar

Svalbarðshreppur

Hreppsnefndarfundur haldinn í Svalbarðsskóla 3.9. 2019 Mættir: Sigríður Jóhannesdóttir, Einar Guðmundur Þorláksson, Ragnar Skúlason, Ina Leverköhne og

Hreppsnefndarfundur haldinn í Svalbarðsskóla 3.9. 2019

Mættir: Sigríður Jóhannesdóttir, Einar Guðmundur Þorláksson, Ragnar Skúlason, Ina Leverköhne og Sigurður Þór Guðmundsson.

1.     Fjallskil

Oddviti lagði fram gangnaseðil Svalbarðshrepps 2019 til samþykkis. Fjallskilagjald er 550 kr/kind. Gangnaseðill samþykktur

 

2.     Bréf frá félagi eldriborgara

Styrkbeiðni vegna ferðalags félags eldriborgara til Siglufjarðar, óskað eftir 50.000 kr og samþykkt samhljóða.

 

 

3.     Sameining sveitarfélaga og tillögur sveitarstjórnarráðherra.

Allir hreppsnefndarmenn lýstu sig alfarið mótfallna þessari tillögu ráðherra.

 

„Svalbarðshreppur leggst alfarið gegn tillögu sveitarstjórnarráðherra um lögboðna sameiningu sveitarfélaga. Grundvallar atriði er að íbúar sveitarfélaga ráði því sjálfir í hvers konar sveitarfélagi þeir búa og á ríkisvaldið ekkert með að hlutast til um þau mál.“

Sigríður Jóhannesdóttir varaoddviti fer sem fulltrúi Svalbarðshrepps á auka landsþing SÍS 6. September 2019 og er falið að koma afstöðu sveitarfélagsins á framfæri.

 

4.     Önnur mál

 

a)Landgræðsla

Hreppsnefnd samþykkir að styrkja Landgræðslufélag Svalbarðshrepps um 300.000 kr vegna landgræðsluverkefnis á Fjallgarðsmelum austan Hófaskarðs.

 

b)Virkjun Sandár

Á fundi veiðifélags Sandár 11. ágúst 2019 kom fram andstaða veiðifélagsins við virkjunarframkvæmdum í Sandá. Oddvita falið að svara erindi Vesturverks um að sveitarfélagið sé ekki að vinna að virkjun Sandár.

 



Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf