Mættir: Sigríður Jóhannesdóttir, Ragnar Skúlason, Sigurður Þór Guðmundsson, Einar Guðmundur Þorláksson og Soffía Björgvinsdóttir.
Oddviti setti fundinn kl 20.001. Ársreikningur 2020 seinni umræða.
Ársreikningar Fjarskiptafélags Svalbarðshrepps og ársreikningur Svalbarðshrepps
eru óbreyttir frá fyrri umræðu.
Rekstrartekjur 104,2 milljónir
Rekstrargjöld 112,9 milljónir
Rekstrartap 8,7 milljónir
Handbært fé til rekstrar 8,9 milljónir
Eigið fé Svalbarðshrepps er 213,6 milljónir
Samþykkur samhljóða.
Undirritun fór fram rafrænt.
Oddvita falið að fara að vinna að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2021 miðað við breyttar rekstrarforsendur.
2. Önnur mál:
Björgunarsveitin Hafliði óskar eftir fjárstuðningi alls kr 7 milljónir
til byggingar á aðstöðuhúsi fyrir björgunarsveitina. Í ljósi afkomu
sveitafélagsins árið 2020 og fyrirsjáanlegra efnahagslegra þrenginga á árinu
2021 er ljóst að sveitarfélagið getur ekki orðið við ósk Björgunarsveitarinnar
um 7 milljón króna framlag.
Lagt er til að framlag Svalbarðshrepps til verkefnisins verði 2 milljónir.
Samþykkt samhljóða
Fjallskil haustsins rædd.
Fleira ekki gert
Fundi slitið kl 20:50