Íbúar

Svalbarðshreppur

Hreppsnefndarfundur haldinn í Svalbarðsskóla 28. mars 2022 Mættir: Sigríður Jóhannesdóttir, Ragnar Skúlason, Sigurður Þór Guðmundsson, Ina Leverköhne

Hreppsnefndarfundur haldinn í Svalbarðsskóla 28. mars 2022

Mættir: Sigríður Jóhannesdóttir, Ragnar Skúlason, Sigurður Þór Guðmundsson, Ina Leverköhne og Einar Guðmundur Þorláksson

Fundur settur kl 20:00

 

1.      Fulltrúar í undirbúningsnefnd sameiningar sveitarfélaga

Sameining Svalbarðshrepps og Langanesbyggðar var samþykkt í kosningum 26. mars síðastliðinn og hreppsnefnd Svalbarðshrepps samþykkir að eftirtaldir aðilar verði í undirbúningsstjórn sameiningar:

Ragnar Skúlason

Sigurður Þór Guðmundsson

Sigríður Jóhannesdóttir

 

Í sameiginlega yfirkjörstjórn vegna sveitarstjórnarkosninga 2022 tilnefnir hreppsnefnd Svalbarðshrepps:

Vigdís Sigurðardóttir

Til vara

Elfa Benediktsdóttir

 

2.      Samþykktir Jarðasjóðs

Samþykktir Jarðasjóðs sem fram koma í viðauka 1 við samþykkt um stjórn og fundarsköp sameinaðs sveitarfélags, lagðar fram til samþykkis og samþykktar af hreppsnefnd Svalbarðshrepps.



Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf