Íbúar

Svalbarðshreppur

Hreppsnefndarfundur haldinn í Svalbarðsskóla 27.6. 2019 Mættir: Sigríður Jóhannesdóttir, Einar Guðmundur Þorláksson, Soffía Björgvinsdóttir og Sigurður

Hreppsnefndarfundur haldinn í Svalbarðsskóla 27.6. 2019

Mættir: Sigríður Jóhannesdóttir, Einar Guðmundur Þorláksson, Soffía Björgvinsdóttir og Sigurður Þór Guðmundsson.

 

 

Fundur settur kl. 20:00

 

 

1.     Breytingar á hreppsnefnd.

 

 

Vegna andláts Sigurðar Jens Sverrissonar kemur Einar Guðmundur Þorláksson nú inn sem aðalmaður í hreppsnefnd og Soffía verður 1. varamaður.

 

 

 

 

 

2.     Ársreikningur Svalbarðshrepps 2018 fyrri umræða

 

 

Rekstrartekjur 115,3 milljónir

 

 

Rekstrargjöld 107,4 milljónir

 

 

Rekstrarhagnaður 8,8 milljónir

 

 

Oddviti fór yfir nokkra tölur í ársreikningi og skýrði þær.

 

 

Ársreikningi er vísað til seinni umræðu. Endurskoðandinn Rúnar Bjarnason mun mæta á næsta fund og fara yfir ársreikninginn.

 

 

 

 

 

3.     Bréf frá EFS

 

 

Oddviti kynnti efni bréfsins og mun svara því innan tíðar.

 

 

 

 

 

4.     Styrkbeiðfni frá Unglingalandsmótsnefnd HSÞ

 

 

Ákveðið að styrkja Unglingalandsmótsnefnd HSÞ um 20 þúsund krónur

 

 

 

 

 

5.     Styrkbeiðni vegna Bryggjudaga 2019

 

 

Ákveðið að styrkja Bryggjudaga um 100 þúsund krónur

 

 

 

 

 

6.     Umsókn Víkurskers vegna rekstrarleyfis gistingar í Teddahúsi

 

 

Hreppsnefnd samþykkir að veita rekstarleyfið og er oddvita falið að koma því á framfæri við sýslumann. Samþykkt samhljóða

 

 

 

 

 

7.     Staðfesting á stofnun lóðar í Garði

 

 

Soffía lýsir sig vanhæfa til að fjalla um málið. Hreppsnefnd samþykkir 7000 fermetra lóð, umhverfis íbúðarhúsið í Garði. Landnúmer 154543.

 

 

 

 

 

8.     Aðalfundur Fjallalambs

 

 

Aðalfundur Fjallambs verður haldinn 30. júní 2019. Oddvita falið að fara með umboð Svalbarðshrepps á fundinum.

 

 

 

 

 


 

 

 

9.     Önnur mál

 

 

Sigurður Jens Sverrisson var fulltrúi hreppsins í stjórn veiðifélags Sandár. Ákveðið að oddviti taki sæti hans.

 

 

Sigurður Jens Sverrisson var varamaður í stjórn Naust. Ákveðið að Sigríður Jóhannesdóttir taki sæti hans.

 

 

Nú styttist í að sorpflokkunarstöðin komist í gagnið. Það er verið að vinna í að fá skiltin til að merkja hana. Einnig er verið að vinna leiðbeingarskilti um sorpflokkun fyrir stöðina. Oddviti lagði einnig til að hún yrði máluð. Oddvita falið að ganga frá málingarvinnu og skiltum.  

 

 

Skiltamál í sveitinni rædd. Oddvita falið að halda áfram að ýta við vegagerðina um að uppfæra þau skilti sem þarf í sveitinni.   

 

 

Oddviti pantaði 6 borð og 40 stóla í júní og var kostnaður vegna þess 1,1 milljón króna.

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt samhljóða

 

 

 

 

 

Fundi slitið kl 21:45

 

 



Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf