Mættir: Einar Guðmundur Þorláksson, Ragnar Skúlason, Ina Leverköhne, Sigríður Jóhannesdóttir og Sigurður Þór Guðmundsson.
1. Kosningar
a) Oddviti – Sigurður Þór Guðmundsson
b) Varaoddviti – Sigríður Jóhannesdóttir
c) Ritari – Ragnar Skúlason
d) Byggingarnefnd - Jóhannes Jónasson, Jónas Pétur Bóasson og Júlíus Sigurbjartsson. Varamaður - Gunnar Þóroddsson
e) Kjörstjórn: Vigdís Sigurðardóttir, Gunnar Þóroddsson og Fjóla Runólfsdóttir. Til vara: Elfa Benediktsdóttir, Jóhannes Jónasson og Daníel Hansen.
f) Fulltrúaráð héraðsnefndar – Sigríður Jóhannesdóttir. Til vara Sigurður Þór Guðmundsson.
g) Fulltrúi á aðalfund Eyþings – Sigurður Þór Guðmundsson. Til vara Sigríður Jóhannesdóttir.
h) Fulltrúi á aðalfund Samband íslenskra sveitarfélaga – Sigurður Þór Guðmundsson. Til vara Ina Leverköhne.
i) Fulltrúar í veiðifélögum við Sandá og Svalbarðsá
Við Sandá: Sigurður Jens Sverrisson
Við Svalbarðsá: Ragnar Skúlason og Sigurður Þór Guðmundsson.
j) Fulltrúi í fræðslunefnd: Fram hefur komið ósk frá Langanesbyggð að nefndin frá fyrra kjörtímabili starfi til áramóta 2018-2019. Fulltrúi Svalbarðshrepps er Hildur Stefánsdóttir og til vara Ólína Ingibjörg Jóhannesdóttir.
k) Fulltrúi í velferðanefnd: : Fram hefur komið ósk frá Langanesbyggð að nefndin frá fyrra kjörtímabili starfi til áramóta 2018-2019. Fulltrúi Svalbarðshrepps er Valgerður Friðriksdóttir og til vara Ólína Ingibjörg Jóhannesdóttir.
l) Fulltrúi í stjórn Nausts – Sigurður Þór Guðmundsson og til vara Sigurður Jens Sverrisson.
2. Laun oddvita og hreppsnefndar
Laun oddvita verða 230.000 kr og 20.000 kr í akstur á mánuði. Akstur umfram 50 km greiddur samkvæmt reikningi. Kílómetragjald samkvæmt ferðakostnaðarnefnd ríkisins.
Laun hreppsnefndarmanna, annarra en oddvita verða 12.000 kr fyrir hvern setinn fund.
3. Boðun hreppsnefndarfunda. Hreppsnefndarfundir verða boðaðir til hreppsnefndarmanna í tölvupósti en almennt boð birtist á heimasíðu Svalbarðshrepps. Leitast skal við að boða hreppsnefndarfundi með viku fyrirvara.