Fundargerðir - fimmtudagur 28.júní 2018
Mættir: Einar Guðmundur Þorláksson, Daníel Hansen, Ragnar Skúlason, Ina Leverköhne og Sigurður Þór Guðmundsson.
1. Ársreikningur Svalbarðshrepps 2017, fyrri umræða.
Farið var yfir uppgjör samrekstrar ársins 2017 með Langanesbyggð og hlutdeild Svalbarðshrepps var 47.004.822 kr. Það uppgjör er hér með samþykkt.
Í ársreikningi Svalbarðshrepps kemur fram að rekstrartekjur voru 109.195.666 kr og rekstrargjöld 80.982.354 kr. Hagnaður á árinu var 28.103.243 kr.
Nokkrar umræður urðu um einstaka liði reikningsins en engar athugasemdir gerðar og ársreikningnum vísað til seinni umræðu.
2. Önnur mál.
Fyrir hönd hreppsnefndar þakkaði Sigurður Þór Daníel fyrir samstarfið á liðnu kjörtímabili.