Íbúar

Svalbarðshreppur

Hreppsnefndarfundur haldinn í Svalbarðsskóla 24.06.2020 Mættir: Sigríður Jóhannesdóttir, Einar Guðmundur Þorláksson, Ragnar Skúlason, Soffía

Hreppsnefndarfundur haldinn í Svalbarðsskóla 24.06.2020

Mættir: Sigríður Jóhannesdóttir, Einar Guðmundur Þorláksson, Ragnar Skúlason, Soffía Björgvinsdóttir og Sigurður Þór Guðmundsson.

1.      Kjörskrá Svalbarðshrepps fyrir forsetakosningar 27. júní 2020.

70 eru á kjörskrá, 36 karlar og 34 konur. Kjörskráin lesin yfir af hreppsnefnd og samþykkt án athugasemda og oddvita falið að undirrita kjörskrána.

 

2.      Gjaldskrá refa og minkaveiða fyrir 2020.

Refaveiði:

Fyrir grenjaleit og vinnslu verða greiddar eftirfarandi upphæðir.

Leit á greni, fast gjald á greni 9.200kr

Skotlaun vegna veiddrar tófu, refs og hvolpa 15.000 kr stk

Sama gjald greitt vegna vetrarveiði.

 

Minkaveiði

Stofnað verði til samkomulags við veiðifélög í Svalbarðshreppi um hlutdeild í minkaveiðisjóði. Veiðifélögin greiði 0,5 til 1% af leigutekjum sínum til verkefnisins. Samtals gæti það numið um 450-900 þúsund kr.

 

Auglýst verði minkaleit að vori og verði leitað með laxveiðiám og strandlengjan milli þeirra.

 

Þess utan verða veiðilaun kr 7000 fyrir hvern veiddan mink.

 

Oddvita falið að stofna til samkomulags við veiðifélögin og útfæra skýrsluform fyrir veiðimenn.

 

3.      Samrekstur við Langanesbyggð 2019

Rekstrarniðurstaða 2019 er 53.373.475kr

Jöfnunarsjóðsframlag vegna grunnskóla greitt til Langanesbyggðar 21.680.259kr

Hlutdeild í nýjum leikskóla 44.000.000kr

Hreppsnefnd samþykkir uppgjörið

 

4.      Svalbarðshreppur – sameiningarhorfur

Hugleiðingar um fyrirhugaðar breytingar á sveitarstjórnarlögum.

Skýrsla unnin af Þór Steinarssyni kynnt.

 

Fundi slitið



Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf