Fundargerðir - þriðjudagur 24.ágúst 2021
Mættir: Sigríður Jóhannesdóttir, Ragnar Skúlason, Sigurður Þór Guðmundsson, Einar Guðmundur Þorláksson og Ina Leverköhne
1. Fjallskil
Lagður fram gangnaseðill 2021 og samþykktur og fjallskilagjald 650 kr á kind.
Til stendur að smíða rétt í Hófaskarði, áætlaður kostnaður er 1 milljón kr. Fjáreigendur munu greiða 577.500 kr eða 96 kr á kind, þeim mun standa til boða að vinna uppí gjaldið við byggingu réttarinnar. Annar kostnaður mun verða greiddur úr sveitarsjóði.