Mættir: Sigríður Jóhannesdóttir, Ina Leverköhne, Einar Guðmundur Þorláksson, Ragnar Skúlason og Sigurður Þór Guðmundsson.
1. Útgönguspá 2020 og fjárhagsáætlun 2021
Útsvarsprósenta ársins 2021 verður 14,52%
Fasteignagjöld á árinu 2021 verða:
a) 0,5%
b) 1,32%
c) 0,5%
Samrekstraráætlun milli Svalbarðshrepps og Langanesbyggðar lögð fram. Þar er áætlaður hlutur Svalbarðshrepps 52,3 milljónir auk jöfnunarsjóðsframlags Svalbarðshrepps vegna grunnskóla 11,9 milljónir.
Útgönguspá fyrir 2020 gerir ráð fyrir rekstrarafgangi uppá 1,4 milljónir en áætlun fyrir 2021 gerir ráð fyrir rekstrartekjum uppá 90,2 milljónir en rekstrargjöldum uppá 106,7 milljónum og halla uppá 16 milljónir.
Áætlunin samþykkt og vísað óbreyttri til annarrar umræðu.
2. Fjallskilasjóður
Uppgjör fjallskilasjóðs lagt fram til samþykktar. Fjallskilasjóður var gerður upp með 86.000 kr halla.
3. Sigurður Þór lagði fram eftirfarandi tillögu
„Lagt er til að Svalbarðshreppur hefji samstarf með Langanesbyggð til að fá úr því skorið hvort íbúar sveitarfélaganna telji að þau eigi að sameinast. Með samþykki tillögunnar ætlar Svalbarðshreppur að gera eftirfarandi:
- Boða til íbúafundar þar sem íbúum verði gefin kostur á að ræða málefnið áður en óafturkræf vinna hefst sem myndi ljúka með bindandi kosningu.
- Óska eftir formlegri aðkomu Langanesbyggðar að þessari vinnu og sameiginlegri fjármögnun hennar frá Jöfnunarsjóði í samræmi við reglur þar að lútandi. Endanleg útfærsla verði þó alltaf háð samþykki hreppsnefndar.
- Undirbúa stofnun sjálfseignarstofnunar utan um þær eignir sem ekki eiga að tilheyra sveitarfélaginu heldur íbúasamfélagi við Þistilfjörð.“
Tillagan samþykkt og oddvita falið að vinna að málinu.