Mættir: Sigríður Jóhannesdóttir, Ina Leverköhne, Ragnar Skúlason, Sigurður Þór Guðmundsson og Einar Guðmundur Þorláksson.
Oddviti setti fundinn kl 20:15
1. Sameiningarviðræður Svalbarðshrepps við Langanesbyggð
Sigurður fór yfir bókun frá sveitarstjórn Langanesbyggðar um sama viðfangsefni frá 18. febrúar síðastliðnum. Langanesbyggð skipaði fulltrúa til óformlegra sameiningar-viðræðna við Svalbarðshrepp. Hreppsnefnd Svalbarðshrepps skipar 3 hreppsnefndarmenn til að funda með fulltrúum Langanesbyggðar í óformlegum sameiningarviðræðum. Fyrir hönd Svalbarðshrepps fara Sigurður Þór Guðmundsson, Einar Guðmundur Þorláksson og Ragnar Skúlason.
2. Lóð á Sævarlandi
Lögð fram hnitsett teikning af lóð undir sumarbústað Björns Þórissonar. Teikningin unnin af Maríu Svanþrúði 6.10.2020.
Samþykkt af hreppsnefnd án athugasemda.
3. Byggingarleyfi Ytra-Álandi
Fundargerð frá byggingarnefnd frá 30.12.2020 hvað varðar byggingarleyfi fyrir Skúla og Bjarnveigu vegna tækjageymslu, 63,2 fm.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.