Fundargerðir - fimmtudagur 20.desember 2018
Mættir: Einar Guðmundur Þorláksson, Ina Leverköhne, Ragnar Skúlason, Sigurður Jens Sverrisson og Sigurður Þór Guðmundsson.
1. Fjárhagsáætlun Svalbarðshrepps 2019 og þriggja ára áætlun, seinni umræða.
Hreppsnefnd samþykkti samhljóða að halda útsvarsprósentu óbreyttri 14,52% og að fasteignagjöld verði einnig óbreytt: A gjald verði 0,5% B gjald 1,32% og C gjald 0,5%.
Áætlaðar tekjur 2019 af A og B hluta eru 100.144.500. kr og gjöld 98.618.500. kr og hagnaður því 2.026.000. kr. Samkvæmt þriggja ára áætlun er gert ráð fyrir rekstrarafgangi á hverju ári uppá 400.000. kr.
Nokkrar umræður fóru fram og áætlanirnar samþykktar.
2. Önnur mál
Engin