Gangnaseðill ársins 2021 kemur nú út. Aðeins breyting er að nú eru smalar í Seljaheiði sóttir lengra en venjulega. Og síðan er ætlunin að byggja smá réttarnefnu í Hófaskarði til að einfalda smölun og handsömun fjár í Seljaheiði. Þá eru Borgir orðnar fjárlausar og þurfa því ekki að skila fjallskilum í ár. Núna eru samtals 454 kindum úr okkar deild sleppt á Langanesströnd og greiða sín fjallskilagjöld þar. Þá er fækkun í okkar deild um 654 kindur. Ekki dregur þó úr fjallskilakostnaði og er fjallskilagjaldið hækkað í 650 kr/kind.
Smalaverk er enn haft sem ætlast er að nýtist sunnan heiðamóta í Hvamms- og Dalsheiði ásamt Álandstungu. Er ætlunin að það vinnist í samvinnu við bæði Langnesinga sem og Öxfirðinga eftir atvikum, og jafnvel Vopnfirðinga. Reynslan af þessu bendir til þess að okkur sé að takast að halda síðheimtum í lágmarki.
Mat á göngum er óbreytt.
Gangnaforingjar ákveða hvenær haldið skuli til gangna og aðrir leggja þeim til heilræði, og skal boða breytingar frá hinu hefðbundna með viðeigandi fyrirvara. Verum annars samstillt og glaðvær.
Ástæða er til að minna bændur á að þeir sem hyggjast vera í leitum 25. september þurfa að huga til þessa að kjósa utankjörfundar í alþingiskosningum sem verða þann dag.
Njótum haustsins að loknu góðu sumri.
Er öllum bændum og þeirra fólki óskað velfarnaðar við hauststörfin.
Áætlaðar dagsetningar gangna og rétta.
Hvamms- og Dalsheiði 1. göngur 3. sept og réttir 11. sept.
Álandstunga 1. göngur 8. sept og réttir 11. sept.
Garðsheiði forsmölun 3. sept, 1. göngur 4. sept og réttir 5. sept.
Búrfellsheiði 1. göngur 3. sept og réttir 5. sept.
Réttum úr 1. göngum skal lokið eigi síðar en 25. september og fjallskilum lokið 15. október.
Fjallskil jafnast niður þannig:
Hvammsheiði 1.göngur 2.göngur 3.göngur
Hvammur 2 2 menn 2 maður 2 menn
Gunnarsstaðir 5 3- 3- 1-
Gunnarsstaðir 3 1-
Gangnaforingi og réttastjóri: Ólafur Aðalsteinn Sigurðsson
Réttarstjóri á Gunnarsstaðarétt: Axel Jóhannesson
Forsmölun ofan heiðarmóta Gunnarsstaðir 5 og Hvammur 2, einn maður hvor.
Dalsheiði 1.g 2.g 3.g
Holt 2 menn 1 maður 1 maður
Laxárdalur 2 - 2- 1-
Gunnarsstaðir 4 2- 1- 1-
Gangnaforingi og réttarstjóri: Eggert Stefánsson.
Forsmölun ofan heiðarmóta Laxárdalur og Gunnarsstaðir 4, einn maður hvor.
Álandstunga 1.g 2.g 3.g
Syðra-Áland 2 menn 2 menn 1 maður
Ytra-Áland 4 - 2- 2-
Gangnaforingi og réttarstjóri: Ragnar Skúlason
Forsmölun ofan heiðarmóta Syðra-Áland, einn maður
Búrfellsheiði 1.g 2.g 3.g
Fjallalækjarsel 3 menn 2 menn 2 menn
Svalbarð 5- 3- 2-
Gangnaforingi og réttarstjóri: Gunnar Þorleifsson
Mótsmölun við Öxfirðinga
Einn maður Fjallalækjarseli og tveir frá Svalbarði.
Garðsheiði 1.g 2.g 3.g
Garður 4 menn 3 menn 1 menn
Hagaland 1 - 1-
Gunnarsstaðir 5 1-
Gangnaforingi og réttarstjóri: Soffía Björgvinsdóttir
Mótsmölun við Öxfirðinga
Þrír menn frá Garði
Rauðanes
Sævarland sér um smölun í samvinnu við Borgir
Seljaheiði Norðan vegar 1.g 2.g
Kollavík 3 menn 1 maður
Seljaheiði Sunnan vegar 1.g 2.g
Hagaland 1 maður 1 maður
Svalbarð 1 - 1-
Ytra-Áland 1-
Holt 1- 1-
Gangnaforingi og réttarstjóri: Gunnar Þóroddsson
Afrétt og Fjallgarður 1.g 2.g
Sveinungsvík 9 menn 3 menn
Gangnaforingi og réttarstjóri austan og vestan Fjallgarðs: Árni Gunnarsson
Umsjón með aðkomufé og rekstrum milli rétta hafa Jóhannes á Gunnarsstöðum og Soffía í Garði. Rétt er að minna menn á að þeim er ekki ætlað að sjá um flutninga nema í tenglsum við reglulega rétta og leitardaga. Fé sem kemur fyrir í einstaka heimalanda smölunum eiga bændur að koma sjálfir af sér.
Gangnaforingi í forsmölun ofan og sunnan heiðarmóta er Eggert Stefánsson.
Mat á göngum er eftirfarandi;
Göngur í Hvammsheiði, Dalsheiði og Álandstungu 43.000 kr
Göngur í Búrfellsheiði, Garðsheiði og Seljaheiði 30.900 -
Ganga á Afrétt og Fjallgarð, og forsmölun ofan heiðamóta 19.500 -
Mótsmalanir til Öxfirðinga eru metnar ½ göngur 15.450 -
Fjallskilagjaldið er 650 kr. á vetrarfóðraða kind.
Fjártölur miðast við haustskýrslur MAST eða frá fjárvís.is. Ef menn telja verulegan mun á fjölda fjár á þeim skýrslum og að vori skulu menn koma ábendingum um slíkt til fjallskilastjóra.
Ekki verður um önnur fjárútlát af hálfu fjallskilasjóðs en hér hafa verið nefnd nema um það sé samið við fjallskilastjóra áður en til þeirra er stofnað
Samþykkt af hreppsnefnd 23. Ágúst 2021
F. h. Hreppsnefndar Svalbarðshrepps.
Sigurður Þór Guðmundsson