FUNDUR UM FORYSTUFÉ
Sunnudaginn 26. ágúst munu Fræðasetur um forystufé og Forystufjárfélag Íslands halda sameinginlegan fund á Svalbarði í Þistilfirði kl. 15:00.
Á þessum fundi verður aðallega fjallað um tvennt. Annars vegar útkomu úr rannsókn á forystufé í Norður-Þingeyjarsýslu á áhættuarfgerð gagnvart riðu. Hins vegar verður farið í ræktunarmarkmið forystufjár. Í opinberri ræktunarstefnu sauðfjár er eftirfarandi klausa:
Forystufé
Stefnt skal að framræktun og verndun forystufjár innan hins íslenska sauðfjárkyns. Tryggja þarf ætternisskráningu forystufjár og stýra hrútanotkun þannig að skyldleikarækt aukist hægt
Í dag er forystufé viðurkennt sem sér fjárstofn og þarf að móta ný ræktunarmarkmið. Eyþór Einarsson ráðunautur verður á fundinum og leiðir umræður og vinnu við ákvörðun ræktunarmarkmiða forystufjár. Gott væri ef ræktendur forystufjár veltu því fyrir sér hvað æskilegt er við ræktun forystufjár og komi því á framfæri á fundinum.
Forystufé er ekki til annars staðar í heiminum en á Íslandi og þarf að huga vel að varðveislu þess og þeim