Almennt - miðvikudagur 05.desember 2018
Fimmtudaginn 13. desember heldur Kvenfélag Þistilfjarðar jólabingó í Svalbarðsskóla kl. 20:00. Glæsilegir vinningar eru í boði og þakkar kvenfélagið kærlega þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem gáfu vinningana. Spjaldið kostar 1.000 kr (enginn posi) en afsláttur er á spjöldum eftir kaffihlé, sem er í boði kvenfélags.
Við hlökkum til að sjá sem flesta!
Kvenfélag Þistilfjarðar