Almennt - sunnudagur 23.febrúar 2020
Það er alltaf líf og fjör hjá Kvenfélagi Þistilfjarðar.
Fimmtudaginn 6.febrúar boðaði Hanna Sigfúsdóttir til handavinnukvölds í Hvammi.
Hanna bauð upp á höfðinglegar veitingar eins og hennar er von og vísa og kvöldið leið við gleði og gaman hjá þessum hressu kvenfélagskonum.