Almennt - sunnudagur 29.desember 2019
Hin árvissa jólatrésskemmtun Kvenfélags Þistilfjarðar var haldinn föstudaginn 27.desember 2019 í Svalbarðsskóla, félagsheimili sveitarinnar.
Sjá myndasafn hér:
Sjá myndasafn hér:
Ágætis mæting var og létt yfir mannskapnum. Dagskráin var með hefðbundnu sniði. Yngstu börnin voru kölluð á svið og héldu á jólaljósum,á meðan nenfndarkonurnar lásu ljóð. Næst á dagskrá var tónlistarflutningur, söngur og danssýning hjá börnum á skólaaldri, þau gerðu mikla lukku. Kvenfélagskonurnar slógu
á létta strengi með glens og gaman á meðan sungið var lagið "þá mega jólin koma fyrir mér"
Heiðursmennirnir Óli, Jón og Gunnlaugur léku fyrir dansi, fyrst var dansað í kring um jólatréð og sungu samkomugestir fullum hálsi jólalögin. En nú var bankað hraustlega á dyr og tveir rauðklæddir sveinar skelltu sér í dansinn með samkomugestunum
Jólasveinarnir buðu krökkunum góðgæti sem leyndist í pokum þeirra.
Kvenfélagið bauð upp á kakó og kaffi en á þessa samkomu koma sveitungarnir með bakkelsi og verður úr því hin besta veisla.
Síðan dunaði dansinn fram eftir kvöldi og saman dönsuðu ungir og aldnir. Þetta var sannarlega ein allsherjar menningarsamkoma.